1. Hjálparsíða
  2. Wonlex leiðbeiningar

Wonlex - GW400S - uppsetning á úri

Wonlex GW400S GPS krakka snjallúr. Leiðbeiningar vegna uppsetning á úri.

1. 

Setjið Micro SIM kort inn í kortaraufina (Örgjörvinn 
snýr upp að skjá) og kveikið síðan á úrinu.
(Ath. SIM kort með gagnamagni og inneign) 

2.

Stilling á stjórnstöð, þ.e. sími foreldris sem verður aðaltengiliður úrsins.
Ath. Síminn verður að hafa kveikt á DATA ROAMING 

Stilling á stjórnstöð, aðalleið 

Sendu SMS úr símanum þínum til sdímanúmer úrsins með textanum 
pw,123456,center,SÍMANÚMER FARSÍMANS#
(Ath. að nota lágstafi, kommur og muna eftir # í lokin) 

3.

Stilling símafyrirtækis.
Nú þarf að setja inn stillingar  símafyrirtækis sem úrið er hjá með því 
að senda annað SMS úr farsímanum í  símanúmer úrsins.
Aðeins þarf að senda eitt SMS.


Ath. að velja rétt símafyrirtæki 
Nova
Vodafone
Síminn
Hringdu

Nova: pw,123456,apn,net.nova.is,,,27411#

Vodafone: pw,123456,apn,gprs.is,,,27402#

Síminn: pw,123456,apn,internet.is,,,27401#

Hringdu: pw,123456,apn,internet,,,27401# 

Úrið svarar til baka að apn sé orðið virkt í úrinu á  innan við 1 mínútu. 

Ef úrið svarar ekki til baka á nokkrum mínútum þá eru algengar lausnir eftirfarandi 

• Ath. að hafa kveikt á DATA ROAMING 
(Gagnareiki) í símanum.
• Ath. hvort að kveikt sé á úrinu.
• Ath. hvort að virkt SIM kort sé í úrinu og 
prófið að hringja í úrið. (Ath. SIM kort með 
gagnamagni og inneign)
• Prófið að nota lykilorðið 523681 í stað 123456
Dæmi : pw,523681,center,8559999#
• Ath. að nota rétt lykilorð, ef búið er að breyta 
lykilorði þá skal nota nýja persónulega 
lykilorðið í stað 123456.
• Passa þarf fjölda komma, punkta og bila í 
stillingaratriðum, lyklaborðin á farsímum 
leiðrétta oft textarunurnar rangt og búa 
sjálfkrafa til bil á eftir punkt og kommu.
• Ath. þarf hvort að þitt símafélag sé með réttar 
apn upplýsingar. 

4.

Breyta "pw" password kóðanum (lykilorðinu).
Ath. Nauðsynlegt er að breyta password kóðanum í 
úrinu í persónulegt password sem notandi velur sjálfur. 
pw má innihalda allt að 5 lágstafi og vera að hámarki 9 stafir að lengd
Það er gert með að senda skilaboðin pw,ELDRA_LYKILORÐ,pw,NÝTT LYKILORÐ# 
úr símanum í símanúmer úrsins. Dæmi : pw,123456,pw,888999#
- Þarna vorum við að breyta lykilorðinu á úrinu frá því að vera 123456 yfir í að vera 888999
Ath. engin staðfesting kemur til baka en hægt er að athuga hvort þetta hafi tekist 
með því að nota find skipun. (sjá hér leiðbeiningar hér fyrir neðan)

Staðfesting
Ath. til að staðfesta að tekist hafi að  skipta um lykilorð og að skipanir virki 
eðlilega þá er hægt að senda  skipunina pw,PASSWORD,find# úr 
öðrum síma í símanúmer úrsins.  Ath. að nota nýja persónulega 
lykilorðið t.d. pw,888999,find# Þarna vorum við að senda skipunina 
 find á úrið og ef allt er rétt þá mun  úrið hringja þar til það er fundið.

5.

Slökkvið á úrinu með því að halda inni Power/SOS takkanum í ca. 15-60 sek og kveikið svo aftur með sama takka. Setjið síðan upp forrit t.d. Wonlex appið í símann , sjá nánar í uppsetning á Wonlex appi