Wonlex - CT10A & CT20 4G uppsetning á úri
Wonlex CT10A og CT20 GPS krakka snjallúr. Leiðbeiningar vegna uppsetning á úri.
Ath. Nánari PDF leiðbeiningar eru einnig á þessari slóð: Wonlex CT10A &20A
1. SIM kort
Setjið NANO SIM kort í SIM skúffuna og setjið svo inn í kortaraufina og kveikið síðan á úrinu.
(ath. SIM kort með gagnamagni og inneign.)
2. Stilling á stjórnstöð (sími foreldra/forráðamanns), aðalleið
Stilling á stjórnstöð - þ.e. sími foreldra sem verður aðaltengiliður úrsins.
Ath. Síminn verður að hafa kveikt á DATA ROAMING
Sendu SMS úr síma foreldra til símanúmer úrsins með textanum
pw,123456,center,SÍMANÚMER FORELDRA#
(Ath. að nota lágstafi, kommur og muna eftir # í lokin)
t.d. pw,123456,center,8559999# (Hér er dæmi um SMS skilaboð sem sent er í úrið um að símanúmer 8559999 sé aðalstjórnstöð úrsins, þ.e. sími foreldra. Talnarunan 123456 er sjálfgefið upphafslykilorð sem foreldri breytir síðar í ferlinu)
3. Stilling símafyrirtækis.
Nú þarf að setja inn stillingar símafyrirtækis sem úrið er hjá með því
að senda annað SMS úr farsímanum í símanúmer úrsins.
Aðeins þarf að senda eitt SMS.
Ath. að velja rétt símafyrirtæki.
Ath. að nota lágstafi, kommur og muna eftir # í lokin í SMS-inu.
Nova
- pw,123456,apn,net.nova.is,,,27411#
Vodafone
- pw,123456,apn,gprs.is,,,27402#
Síminn
- pw,123456,apn,internet.is,,,27401#
Hringdu
- pw,123456,apn,internet,,,27401#
Úrið svarar til baka að apn sé orðið virkt í úrinu á innan við 1 mínútu.
Ef úrið svarar ekki til baka á nokkrum mínútum þá eru algengar lausnir eftirfarandi
• Ath. að hafa kveikt á DATA ROAMING (Gagnareiki) í símanum.
• Ath. hvort að kveikt sé á úrinu.
• Ath. hvort að virkt SIM kort sé í úrinu og prófið að hringja í úrið. (Ath. SIM kort með gagnamagni og inneign)
• Prófið að nota lykilorðið 523681 í stað 123456
Dæmi : pw,523681,center,8559999#
• Ath. að nota rétt lykilorð, ef búið er að breyta lykilorði þá skal nota nýja persónulega lykilorðið í stað 123456.
• Passa þarf fjölda komma, punkta og bila í stillingaratriðum, lyklaborðin á farsímum leiðrétta oft textarunurnar rangt og búa sjálfkrafa til bil á eftir punkt og kommu.
• Ath. þarf hvort að þitt símafélag sé með réttar apn upplýsingar.
4. Breyta "pw" password kóðanum (lykilorðinu).
Ath. Nauðsynlegt er að breyta password kóðanum í
úrinu í persónulegt password sem notandi velur sjálfur.
pw má innihalda allt að 5 lágstafi og vera að hámarki 9 stafir að lengd
Það er gert með að senda skilaboðin pw,ELDRALYKILORÐ,pw,NÝTTLYKILORÐ#
úr símanum í símanúmer úrsins. Dæmi : pw,123456,pw,888999#
- Þarna vorum við að breyta lykilorðinu á úrinu frá því að vera 123456 yfir í að vera 888999
5. Endurræsing
Endurræsa þarf úrið, með því að halda inni Power/SOS takkanum í u.þ.b. 15-60 sek og ræsa það svo aftur með sama takka.
6. Appið í síma foreldra
Næsta skref er að setja upp Wonlex appið í síma forráðamanns, sjá nánar í uppsetning á Wonlex appi