Skip to content
Íslenskur
  • There are no suggestions because the search field is empty.

⌚Wonlex - CT10A, CT20, CT23 & CT24 4G uppsetning á úri

Wonlex CT10A, CT20, CT23 & CT24 GPS krakka snjallúr. Leiðbeiningar vegna uppsetning á úri.

 

Leiðbeiningar vegna uppsetningu á Appi í snjallsíma.

 

  1. ⚠️Verið viss um að vera búin að virkja úrið sjálft á Bls. 1 áður en lengra er haldið!
  2. 📲 Sækja þarf appið Wonlex á Google Play / iOS App Store og setja upp í síma foreldra.
  3. 🔓 Opna app og velja þarf Register til að stofna nýjan aðgang
    1. 🆔 Watch id/License: Skanna inn QR kóða sem er á umbúðum úrsins.
                         
    2. 📧 Account: Netfangið þitt
    3. 🧸 Nickname: Gælunafn notanda úrsins (t.d. Nonni)
    4. 🔑 Password: 6-12 stafa lykilorð að Wonlex aðgang
    5. 🔁 R_Password: Staðfesta (endurtaka) lykilorð
    6. 🌍 Athugið að stillt er á Region: „Europe and Africa
  4. Ef það á að bæta við öðru úri þá er farið inn í 👤 „Me“ (Avatar uppi til vinstri) flipann, 📃“ Device List“ og „Add device“.
  5. 📱Ef það á að bæta við öðrum síma nærðu í appið í þeim síma og skráir þig inn með sama notendanafni og lykilorði.
  6. ☎️Í stillingum ferð þú svo í símaskránna (Phone book) og bætir inn tengiliðum sem barnið getur hringt í. Hægt er að velja allt að 15 tengiliði. Ef hringt er í úrið úr númeri sem er ekki skráð í símaskránna lokar úrið sjálfkrafa á símtalið.

 

Spurt og svarað:

📍 Appið sýnir ónákvæma staðsetningu:

Ath. úrið þarf að vera úti og sjá gervihnetti til að gefa nákvæmustu GPS staðsetninguna. Ef úrið sér enga eða fáa gervihnetti t.d. úrið er statt inn í miðju húsi þá getur komið röng staðsetning.

🔌 Appið segir „Device offline“ eða birtir ennþá ranga staðsetningu:

SMS kóði: pw,LYKILORÐ,ip,52.28.132.157,8001# biður úr um uppfærslu á staðsetningarupplýsingum.

🆔 Ég týndi ID númerinu (QR kóðanum):

Hægt að sjá afrit af því í App flipanum í úrinu sjálfu eða með SMS kóða: pw,LYKILORÐ,ts#

🚫 Ég vil ekki að úrið geti ekki tengst við önnur eins krakkasnjallúr (Vinaúr):

Slökkt á eiginleika: pw,LYKILORÐ,makefriend,0#                                                     Kveikt á eiginleika: pw,LYKILORÐ,makefriend,1#

🕰️Ég vil að úrið trufli ekki á skólatíma:

Þá getur þú stillt úrið á „Do Not Disturb“ með appinu sem lokar þá fyrir alla virkni aðra en að úrið sýni tíma. Þú velur tíma sem að þessi stilling á að vera virk. Athugið að það þarf að stilla tímann hvern dag (00:01-23:59).

Til að tíminn nái frá 20:00 to 08:00, þarf að gera tvö tímabil:

  • 20:00–23:59
  • 00:01–08:00

📶 Hvernig áskrift þarf ég fyrir úrið?:  

Úrið notar NANO SIM kort með lágmarks gagnamagni, 1GB á mánuði er nóg, fyrir staðsetningarupplýsingar og almenna notkun. Einnig þarf inneign fyrir talsamband ef áskriftarleið rukkar fyrir símtöl og SMS.

1.📶 SIM kort

 

🔛 Setjið NANO SIM kort í SIM skúffuna, síðan inn í kortaraufina og kveikið á úrinu.

💡 (Ath. SIM kort þarf að hafa gagnamagi og inneign.)

2.📲 Stilling á stjórnstöð (sími foreldra/forráðamanns), aðalleið 

 

Stilling á stjórnstöð ➡️ sími foreldra sem verður aðaltengiliður úrsins.
 Ath. Síminn verður að hafa kveikt á 🌐DATA ROAMING 

✉️ Sendu SMS úr síma foreldra til símanúmer úrsins með textanum: 

pw,123456,center,SÍMANÚMER FORELDRA#
Ath. að nota lágstafi, kommur og muna eftir # í lokin.

📌 Dæmi: pw,123456,center,8559999#                                                                                   

(SMS skilaboð sem sent er í úrið um að símanúmer 8559999, aðalstjórnstöð úrsins- sími foreldra. Talnarunan 123456 er sjálfgefið upphafslykilorð sem foreldri breytir síðar í ferlinu). 

3.🛜 Stilling símafyrirtækis


Sendu eitt SMS úr farsíma í símanúmer úrsins með réttum stillingum eftir símafélagi.

 ⚠️ Athugið að velja rétt símafyrirtæki. 

 ⚠️ Athugið að nota lágstafi, kommur og muna eftir # í lokin í SMS-inu.

📡 Nova

  • pw,123456,apn,net.nova.is,,,27411#

📡 Vodafone

  • pw,123456,apn,gprs.is,,,27402#

📡 Síminn

  • pw,123456,apn,internet.is,,,27401#

📡 Hringdu

  • pw,123456,apn,internet,,,27401# 

 

 ✅ Úrið svarar til baka að apn sé orðið virkt í úrinu á innan við 1 mínútu. 

🛠️Ef úrið svarar ekki til baka á nokkrum mínútum þá eru algengar lausnir eftirfarandi: 

⚠️Athugið að hafa kveikt á DATA ROAMING (Gagnareiki) í símanum.

⚠️Athugiðhvort að kveikt sé á úrinu.

⚠️ Athugið hvort að virkt SIM kort sé í úrinu, prófið að hringja í úrið.                                               Athugið SIM kort með gagnamagni og inneign

🔑 Prófið að nota lykilorðið 523681 í stað 123456

 

📌 Dæmi : pw,523681,center,8559999#


⚠️Athugið að nota rétt lykilorð, ef búið er að breyta lykilorði þá skal nota nýja persónulega lykilorðið í stað 123456.

✍️Passa þarf fjölda komma, punkta og bila í stillingaratriðum, lyklaborðin á farsímum leiðrétta oft textarunurnar rangt

og búa sjálfkrafa til bil á eftir punkt og kommu.


⚠️ Athuga þarf hvort að þitt símafélag sé með réttar apn upplýsingar

4.🔐 Breyta lykilorði ("pw")

 

⚠️Nauðsynlegt er að breyta sjálfgefnu lykilorði í persónulegt:

➡️pw má innihalda allt að 5 lágstafi og vera að hámarki 9 stafir að lengd.

✉️ Sendu SMS: pw,ELDRALYKILORÐ,pw,NÝTTLYKILORÐ# í símanúmer úrsins.

📌 Dæmi: pw,123456,pw,888999#
- Þarna vorum við að breyta lykilorðinu á úrinu frá því að vera 123456 yfir í að vera 888999.

5.🔁 Endurræsing

 

🔛Endurræsa þarf úrið, með því að halda inni Power/SOS takkanum í u.þ.b. 15-60 sek.

➡️Ræstu það svo aftur með sama takka.

6.📱 Appið í síma foreldra

 

Næsta skref er að setja upp Wonlex appið í síma forráðamanns.


➡️ Sjá nánar í leiðbeiningum um uppsetningu á Wonlex appi.