1. Hjálparsíða
  2. Shelly leiðbeiningar

Shelly Perur og fl. leiðbeiningar

Tengja Shelly peru við 2,4Ghz WIFi í gegnum Shelly appið. Ath. þessar leiðbeiningar geta einnig átt við fleiri Shelly týpur.

Ná í Shelly appið fyrir simann t.d. frá Google Play Store eða App store og skrá sig inn https://play.google.com/store/apps/details?id=cloud.shelly.smartcontrol&hl=en&gl=US

  • Á þínu heimilsneti inn í þínum routerstillingum, (í appinu eða vafra fyrir routerinn þinn): Æskilegt er (og það einfaldar líka utanumhald fyrir IOT búnaðinn) að búa til aukanet t.d. sérstakt IOT net eða gestanet og læsa á 2,4Ghz. Shelly vörurnar vinna á 2,4Ghz og eru perurnar sérstaklega viðkvæmar meðan á uppsetningunni stendur fyrir truflunum ef IOT netið/gestanetið er opið á bæði 2,4 og 5Ghz.
  • Mælt er með en ekki nauðsynlegt að láta GSM símann vera á sama neti og passa að hann detti ekki í betra 5Ghz net. Slökkvið t.d. á "Automatically connect to the best Wi-Fi" í símanum þínum til að halda honum í 2,4Ghz netinu.

  • Stingið peru í samband. Peran mun búa til bráðabyrgða Access Point (AP) Wi-Fi net.
  • Opnið síðan Shelly appið og klikka á + niðri hægra megin til að bæta við peru.

  • Síðan "+ Add a New Device" > "Add via Wi-Fi (AP Scan)" > Staðfesta að leitin fari fram á 2,4Ghz gestanetinu. > Listi af Shelly hlutum mun koma upp, veljið peruna. > Staðfestið að peran mun fara á 2,4Ghz gestanetið.
  • Skýrið peruna með einhverju nafni > veljið eða stofnið herbergi > Save.
  • Peran mun birtast í shelly appinu i stöðunni "Pending connection" > Klikkið á perutáknið og peran nær endanlega sambandi við Appið og routerinn. (Ef hún nær ekki sambandi skoðið þá hvort nægilega sterkt WiFi samband er til staðar hjá perunni).
  • Ef eitthvað mistekst þá er hægt að eyða perunni úr Appinu og factory reset peruna.
    • Klikkið á peruna í Shelly appinu og farið inn í stillingar neðst, veljið Delete.
    • Snúið ykkur svo að perunni og slökkvið og kveikið rólega á perunni 5 sinnum. Peran mun blikka nokkrum sinnum ef það hefur tekist og er þá peran komin í upprunalega verksmiðju stöðu.
    • Byrjið svo uppá nýtt eins og um nýja peru væri að ræða.
 
Tengjast Shelly hlut í gegnum vafra í símanum þínum.
  • Ath. einnig er hægt að tengjast Shelly hlutum t.d. perum eða öðrum Shelly tækjum beint í gegnum vafra (net browser).
  • Setjið Shelly hlutinn í samband. Shelly hluturinn mun búa til bráðabyrgða Access Point (AP) Wi-Fi net og er það í sumum tilfellum aðeins opið í 60 sek. til að geta tengst hlutnum þráðlaust.
  • Opnið Wi-Fi í símanum þínum eða fartölvunni þinni og leitið að Shelly AP netinu sem þú villt tengjast t.d. "shellyvintage-764CF7". Veljið þetta Shelly net og passið að detta ekki út úr því t.d. með því að slökkva á "Automatically connect to the best Wi-Fi"
  • Opnið vafra í símanum/ fartölvunni þinni og farið inn á IP slóðina 192.168.33.1 til að tengjast Shelly hlutnum.
  • Þá opnast vef umhverfi sem er bara fyrir þennan viðkomandi Shelly hlut og hægt er að kveikja/slökkva og fl. ásamt að stilla ýmislegt t.d. að færa Shelly hlutinn yfir á 2,4Ghz heimanetið þitt. (Sjá hér mynd dæmi af Shelly Dimmer2 inn í GSM síma vafra)