💡 Shelly Dimmer 2
🔧Helstu punktar fyrir Shelly Dimmer 2
📡 AP Mode
🆕 Þegar kveikt er á Dimmer2 í fyrsta skipti mun hann ræsa Wi-Fi Access Point (AP).
❌ Ef það gerist ekki, þarf að endurstilla (reset).
🔁 Reset
🔌 Takið spennuna af dimmernum í stutta stund.
⏱️ Þú hefur 60 sekúndur til að ýta 5x á auka rofann (annaðhvort rofainngang SW1 eða SW2).
🖲️ Ef þú hefur aðgang að dimmernum sjálfum, haltu inni litla rofanum aftan á í 10 sekúndur.
🌐 Dimmerinn fer þá í AP mode og þú getur tengst honum beint á IP slóðina 192.168.33.1.
📱 Eða notaðu Shelly appið í símanum til að bæta honum við netið og aðganginn þinn.
⏳ Pending Connection
🕹️ Dimmerinn birtist í Shelly appinu með stöðuna "Pending connection".
🔌 Taktu spennuna af í stutta stund og kveiktu aftur.
📶 Dimmerinn mun þá ná sambandi við appið í gegnum routerinn.
⚠️ Ef hann nær ekki sambandi, athugaðu hvort 2,4GHz Wi-Fi sé virkt og merkið nægilega sterkt.
🌐 Netstillingar og truflanir
🧩 Æskilegt er að búa til aukanet (t.d. IoT net eða gestanet) og læsa því á 2,4GHz
📶 Shelly vörur vinna á 2,4GHz, eru viðkvæmar fyrir truflunum ef netið styður bæði 2,4GHz og 5GHz
🌍 Ef Shelly varan er föst í "Pending Connection" en þú getur samt tengst í gegnum innanhúss IP:
🧠 Þá gæti routerinn átt í erfiðleikum með að tengjast Shelly servernum í Serbíu
⏳ Í flestum tilfellum dugar að bíða í 4–24 klst. og tækið tengist sjálfkrafa
⚡ Tenging án hlutlauss vírs (blár vír, N)
🔌 Ef enginn hlutlaus vír er til staðar þar sem dimmerinn er settur upp:
📘 Tengdu samkvæmt mynd 2 í bæklingi
💡 Ef dimmanlega peran er undir 10W, þarf að hliðtengja Shelly Bypass yfir peruna (sjá teikningu 3)
💡 Mikilvægar athugasemdir
- 🔄 Ef margar perur eru tengdar, passaðu að þær séu allar eins í wöttum og tækni
- ⚖️ Heildarafl:
- 10–200W fyrir dimmanlegar LED perur
- 10–220W fyrir dimmanlegar glóperur
🚫 Ekki nota dimmerinn til að stýra viftum eða öðrum tækjum – aðeins dimmanlegum ljósum
