Skip to content
English
  • There are no suggestions because the search field is empty.

Shelly Dimmer 2

Helstu punktar fyrir Shelly Dimmer 2

Shelly Dimmer2

AP Mode: Þegar kveikt er á Dimmer2 í fyrsta skipti þá mun hann ræsa WiFi Access Point (AP), ef ekki þá þarf að resetta.
Reset: Takið spennuna af dimmernum í stuttan stund og síðan hefur þú 60 sek. til að ýta 5x á auka rofann (annaðhvort rofainngang sw1 eða sw2). Eða ef þú hefur aðgang að dimmernum sjálfum þá geturðu haldið inni litla rofanum sem er aftan á dimmernum sjálfum í 10 sek. og dimmerinn fer þá í AP mode og þú getur tengst honum beint á IP slóðina 192.168.33.1 til að stilla og t.d. að tengja hann við innanhús netið þitt eða notað Shelly appið í símanum þínum til að bæta honum inná netið og aðganginn þinn.
Pending Connection: Dimmerinn birtast í shelly appinu i stöðunni "Pending connection" > Takið spennuna af dimmernum í stutta stund og Dimmerinn mun þá endanlega ná sambandi við Appið í gegnum routerinn. (Ef hann nær ekki sambandi skoðið þá hvort nægilega sterkt 2,4Ghz WiFi samband er til staðar hjá Dimmernum).
Æskilegt er (og það einfaldar líka utanumhald fyrir IOT búnaðinn) að búa til aukanet t.d. sérstakt IOT net eða gestanet og læsa á 2,4Ghz. Shelly vörurnar vinna á 2,4Ghz og er Shelly búnaðurinn sérstaklega viðkvæmar meðan á uppsetningunni stendur fyrir truflunum ef Shelly er að reyna að tengjast á opið net þ.e. á bæði 2,4 og 5Ghz.
Ef þú lendir í því að Shelly hluturinn sé fastur í "Pending Connection" í cloud appinu en þú getur samt séð hann inn á netinu þínu og það er gott netsamband og getur t.d. tengst honum beint í gegnum innanhúss IP tölu þá hefur reynslan sýnt að sumir routerar virðist eiga erfitt með að tengja Shelly hlutinn við serverinn sem er í geymdur í Serbíu og eða að ákveðnar stillingar í routernum hindra þessi samskipti. í flestum tilfellum dugar að bíða í nokkra klukkutíma ca. 4-24 tíma og Shelly hluturinn dettur sjálfkrafa inn.
Tenging án hluthlaus vírs (blár vír, núllið): Ef það er enginn hlutlaus blár vír til staðar á staðnum þar sem þú eru að setja upp Shelly dimmerinn skaltu tengja Shelly dimmerinn eins og sýnt er á mynd 2 í bæklingi. Ef dimmanlega peran sem notuð er hefur minna afl en 10 W skaltu hliðtengja Shelly Bypass yfir peruna eins og sýnt er á teikningu 3.
Ath. ef margar perur eru tengdar á dimmerinn þarf að passa að allar perurnar séu eins í wöttum og tækni og að heildaraflið sé 10-200w fyrir dimmanlegar LED perur eða 10-220w fyrir dimmanlegar glóperur.
Ath. að aðeins á að nota dimmer þennan til að stýra dimmanlegum ljósum en ekki viftum eða þess háttar.