1. Hjálparsíða
  2. Fjarlægja Find my af apple tækjum

Fjarlægja FMI af Macbook

Ef þú ert enþá með tölvuna í höndunum

 

 

Til að fjarlægja Find my af apple tölvu, gerðu þá eftirfarandi á tækinu sjálfu. 

 

Farðu í Apple Menu -> System preferences

 

Macos Catalina 10.15 og Monterey 10.16: Veldu Apple ID, Farðu í iCloud , veldu þar Find My Mac (Taktu hakið úr Find My Mac) . Sláðu inn lykilorðið þitt fyrir Apple aðganginn þinn og smelltu svo á continue

 

Ef þú ert ekki með tækið í höndunum, t.d búið að senda það inn til viðgerðar með Findmy virkt 

 

Farðu inn á https://www.icloud.com/ og skráðu þig inn með Apple ID netfanginu þínu og lykilorði, passaðu að þetta sé sami aðgangur og er í notkun á tækinu sem fjarlægja á Find my af 

 

Farðu í Find My

Veldu All Devices og finndu tækið sem á að fjarlægja Find my af og veldu Remove this Device (ATH! ekki velja Erase this device, það eyðir öllum gögnum af tölvunni sem er óafturkræf aðgerð). 

 

Sé Find My ekki afvirkjað áður en komið er með tækið í viðgerð , þá getur það gerst að Remove my device sé ekki til staðar, og þá þarf í sumum tilfellum að fara í Erase this device áður en Remove this Device möguleikinn kemur fram, en Athugið að þá eyðast öll gögn af tækinu 

Sértu ekki lengur með aðgang að Apple ID aðganginum þínum getur þú óskað eftir að slökkt verði á Activation lock með því að senda inn erindi til Apple og sanna eign þína á tækinu með því að fara hingað https://al-support.apple.com/#/getsupport/en_IS

 

Þegar búið er að fjarlægja FMI af tækinu er nauðsynlegt að láta verkstæðið vita að það sé farið af