Wonlex - Spurt og svarað
Appið sýnir ónákvæma staðsetningu:
- Ath. úrið þarf að vera úti og sjá gervihnetti til að gefa nákvæmustu GPS staðsetninguna. Ef úrið sér enga eða fáa gervihnetti t.d. úrið er statt inn í miðju húsi þá getur komið röng staðsetning.
- SMS kóði: pw,LYKILORÐ,ip,52.28.132.157,8001# biður úr um uppfærslu á staðsetningarupplýsingum.
- Hægt að sjá afrit af því í App flipanum í úrinu sjálfu eða með SMS kóða: pw,LYKILORÐ,ts#
- Slökkt á eiginleika: pw,LYKILORÐ,makefriend,0# ---- Kveikt á eiginleika: pw,LYKILORÐ,makefriend,1#
- Þá getur þú stillt úrið á „Do Not Disturb“ með appinu sem lokar þá fyrir alla virkni aðra en að úrið sýni tíma. Þú velur tíma sem að þessi stilling á að vera virk. Athugið að það þarf að stilla tímann hvern dag (00:01-23:59) T.d. þarf að gera 2 tíma 20:00-23:59 og 00:01-08:00 þannig að tíminn nái frá 20:00 til 08:00.
- Úrið notar Micro SIM kort með lágmarks gagnamagni (1GB á mánuði er nóg) fyrir staðsetningarupplýsingar og almenna notkun. Einnig þarf inneign fyrir talsamband ef áskriftarleið rukkar fyrir símtöl og SMS.
Ertu með spurningu sem er ekki svarað hér? endilega hafðu samband við okkur