Skip to content
Íslenskur
  • There are no suggestions because the search field is empty.

🛠️ Thomson | Ísetning á SIM- og SD-korti

Þú getur sett SIM-kort í Thomson fartölvur til að fá 4G nettengingu, og SD-kort til að auka gagnaplássið í tölvunni! 💾📶

 

🔧 Á botni tölvunnar er hleri sem hægt er að opna með því að losa eina Philips skrúfu.

❕  Gott er að nota PH00 Philips  philips  skrúfjárn eða bita til að losa skrúfuna.  ❕

bak

 

🔍 Þegar hlerinn hefur verið opnaður, má sjá tvær raufar:
  • 📲 SIM-kortarauf er til vinstri
  • 💽 SD-kortarauf er til hægri

Thomson 2
   🧩 Til að opna raufarnar: Ýttu á gráa járnið framan á raufinni niður –                                          þá losnar það og hægt er að opna raufina líkt og sýnt er á mynd.                                                                                                                                                                               

IMG20221031123042

        📥 Settu kortin í raufarnar eins og sýnt er á myndinni.

  IMG_20221031_123607

 🔒 Lokaðu raufunum með því að færa járnfestinguna aftur yfir og                                                renna henni upp til að festa kortin.

 

IMG20221031123751

 🪛 Settu botnhlerann aftur á sinn stað og skrúfaðu skrúfuna í.

✅ Eftir ísetningu:

  • Kortin ættu að birtast í stýrikerfinu.
  • 📶 Í sumum tilfellum þarf að setja inn APN stillingar fyrir SIM-kortið ef þær koma ekki sjálfkrafa.
  • 🔗 Hægt er að nálgast leiðbeiningar um APN stillingar með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

👉 Uppsetning á farsímaneti í Windows 10