McAfee, uppsetning frá grunni á Windows
Hvernig set ég upp McAfee öryggisvörn á tölvunni minni
Byrjað er á því að slá inn slóðina http://www.mcafee.com/activateactivate í vafrann þinn (t.d. Chrome eða Edge).
Þar seturu inn kóðan sem er á McAfee blaðinu sem þú fékkst afhent
Þegar kóðinn er sláður inn kemur upp val um svæði, óhætt er að velja Denmark - DA þar
Undir Angiv din mailadresse eða eða enter your email adress seturu netfangið á aðganginum sem þú ætlar að skrá vírusvörnina á og ýttu á næste eða next
Þá kemur boð frá McAfee um að skrá aðganginn í sjálfvirka endurnýjun og fá 3 mánuði fría , til þess að virkja það þá þarf að skrá inn greiðslumáta fyrir sjálfvirkri endurnýjun, sé það gert mun McAfee sjá sjálft um að draga af kreditkorti eða öðrum greiðslumáta eftir að núverandi áskrift klárast. Hægt er að velja "Nej tak" eða "No thanks" til þess að sleppa því. Vert er að benda á að vírusvörnin er alla jafna ódýrari hjá Tölvutek en beint frá framleiðenda og hægt er að endurnýja með því að kaupa hana á ný hjá Tölvutek
Sé valið að skrá sig ekki í sjálfvirka endurnýjun kemur upp melding sem spyr hvort þú sért viss um að þú viljir hafna tilboðinu, óhætt er að velja no thanks ef þú vilt forðast að skrá greiðslumáta á aðganginn þinn
Í næsta skrefi gefst þér færi á að sækja vírusvörnina , þá var einnig sentur tölvupóstur á netfangið sem var skráð, þar sem einnig er hægt að nálgast slóð til að hlaða niður hugbúnaðinum
Sé ýtt á "Installer" eða "Download" er uppsetningarskráin sótt og ef ekki hefur verið átt við slóðina sem niðurhöluð skjöl vistast á , þá vistast hún í Downloads möppunni undir Notenda
Þegar skráin sem var sótt er opnuð, kemur glugginn hér að neðanverðu og þar er ýtt á Install
Tölvan setur þá vírusvörnina upp , og alla jafna þarf notandi ekki að aðhafast frekar Uppsetninginn getr tekið nokkrar mínútur þar sem uppsetningin yfirfer tölvuna í ferlinu til þess að kanna hvort eitthvað sé til staðar sem geti hindrað það að vírusvörnin geti sett sig upp.
Þegar þetta ferli klárast er vírusvörnin uppsett og tölvan og vírusvörnin er tilbúin til notkunar