McAfee endurnýjun á áskrift
Endurnýjun eða framlenging á áskrift hjá McAfee
Byrjað er á því að slá inn slóðina http://www.mcafee.com/activateactivate í vafrann þinn (t.d. Chrome eða Edge).
Þar seturu inn kóðan sem er á McAfee blaðinu sem þú fékkst afhent
Þegar kóðinn er sláður inn kemur upp val um svæði, óhætt er að velja Denmark - DA þar
Undir Angiv din mailadresse eða eða enter your email adress seturu netfangið á aðganginum sem þú ætlar að endurnýja eða framlengja vírusvörnina á
Ef það er núþegar til áskrift á aðganginum er hægt að velja annarsvegar að framlengja / endurnýja áskriftina sem er núþegar til, eða bæta við nýrri áskrift á aðganginn, t.d ef þú ætlar að setja vörnina upp á öðru tæki.
Ef tilgangurinn er að bæta við öðru ári á áskrift sem er núþegar til þá er hakið skilið eftir í reitnum og ýtt á Next
Þá kemur boð frá McAfee um að skrá aðganginn í sjálfvirka endurnýjun og fá 3 mánuði fría , til þess að virkja það þá þarf að skrá inn greiðslumáta fyrir sjálfvirkri endurnýjun, sé það gert mun McAfee sjá sjálft um að draga af kreditkorti eða öðrum greiðslumáta eftir að núverandi áskrift klárast. Hægt er að velja "Nej tak" eða "No thanks" til þess að sleppa því. Vert er að benda á að vírusvörnin er alla jafna ódýrari hjá Tölvutek en beint frá framleiðenda og hægt er að endurnýja með því að kaupa hana á ný hjá Tölvutek
Sé valið að skrá sig ekki í sjálfvirka endurnýjun kemur upp melding sem spyr hvort þú sért viss um að þú viljir hafna tilboðinu, óhætt er að velja no thanks ef þú vilt forðast að skrá greiðslumáta á aðganginn þinn
Í næsta skrefi gefst þér færi á að sækja vírusvörnina , þá var einnig sentur tölvupóstur á netfangið sem var skráð, þar sem einnig er hægt að nálgast slóð til að hlaða niður hugbúnaðinum , ef vírusvörnin er núþegar uppsett þá þarf ekkert að gera frekar og búið er að framlengja áskrift á aðganginum
Það getur tekið smá stund fyrir áskriftina að uppfærast . en það ætti að gerast í síðasta lagi við að tölvan sem vírusvörninn er uppsett á sé endurræst