1. Hjálparsíða
  2. Shelly leiðbeiningar

Shelly RGBW2 og Meross RGBWW LED borði

Hvernig á að tengja Meross RGBWW LED borða frá Tölvutek við Shelly RGBW2 dimmer

Meross RGBWW LED borðarnir eru með alla liti í boði bæði RGB litagleðina ásamt Warmwhite og Coolwhite í sama borðanum. Hér er dæmi um hvernig hægt er að tengja RGBW litina við Shelly eða WW/W litina við Shelly.
WiFi sendirinn sem fylgir með Meross er mjög fínn en ef þú villt tengja LED borðann við Shelly kerfið þitt þá þarf að klippa hann burtu og tengja við Shelly RGBW2.
Litirnir í kapplinum frá Meross WiFi sendinum eru standard litir:
Svartur: Plús 12v - Tengt í DC í Shelly
Rauður: Rauður litur - Tengt í R í Shelly
Grænn: Grænn litur - Tengt í G í Shelly
Blár: Blár litur - Tengt í B í Shelly
Hvítur: Cool White - Tengt í W í Shelly
Gulur: Warm white - Tengt í W eða B í Shelly (fer eftir stillingu og notkun)
Litirnir í Meross DC spennugjafanum eru:
Rauður: Plús 12v - Tengt í DC í Shelly
Svartur: Mínus - Tengt í GND í Shelly
 
í RGBW tengingu notum við 4 liti og skiljum eftir annaðhvort hvítan eða gulann sem fer eftir hvort þú villt nota Warm white eða Cool whit birtu.

Í WW tengingu aftengjum við RGB litina og tengjum warmwhite Gulur vír í B og Coolwhite Hvítur vír í W.
Og stillum í appinu fyrir RGBW2 rofann undir settings að hann eigi að stýra fjórum LED borðum og þá býr appið til fjórar sjálfstæða RGBW stýringar. Og þar sem við erum með Warm white og Coole white í sama LED borðanum þá getum við stýrt báðum hvítu ljósunum eins og þær væru á sitthvorum LED borðanum.