1. Hjálparsíða
  2. Shelly leiðbeiningar

Shelly Reykskynjara leiðbeiningar

Tengja Shelly Plus Reykskynjara við 2,4Ghz WIFi í gegnum Shelly appið.

Ferlið við að tengja Shelly Plus Reykskynjara við netið er eins og með Shelly peru en ath. þarf eftirfarandi.
  • Til að virkja pörunarham: Ýta 5x snöggt - á Reykskynjarahnappinn, grænt ljós mun blikka og blátt ljós mun lýsa í 30-120 sek.
  • Pörunartími: 30-120 sek. - Reykskynjarinn mun hafa opið fyrir pörunarham í lágmark 30 sek. á þessum tíma er hægt að tengjast með Bluetooth eða Wifi við Shelly appið.
  • Pending connection: Ýta 3x snöggt. - Þegar skynjarinn er kominn í stöðuna "Pending Connection" í appinu þá skal Klikka 3x snöggt á reykskynjara hnappinn til að vekja hann og virkja sambandið.
  • Factory reset: Ýta 5x snöggt - á Reykskynjarahnappinn og skynjarinn fer að auki í pörunarham í 30 sek í framhaldi.
  • Prófa reykskynjarann: 3 sek. - Halda Reykskynjarahnappnum inni í 3 sek. til að prófa skynjarann.
  • Stöðva aðvörunarvælið: Ýta 1x snöggt á Reykaskynjarahnappinn.
 
Ath. Reyksynjararnir eru ekki samtengjanlegir því þeir liggja í dvala á lágmarksstraum. Þeir þurfa annaðhvort að skynja low battery, eld eða 3x klikk til að vakna úr dvala og senda merki í appið eða í annan Shelly búnað.
Ath. Að þessir reykskynjarar eru ekki ætlaðir sem samtengjanlegt reykskynjarakerfi en ef þú ætlar samt að nýta hann í þeim tilgangi og forritar reykskynjarann til að senda boð í annan Shelly búnað t.d. til að ræsa sírenu, bjöllu eða álika þá er heppilegt að tengja sírenuna/bjölluna við vara aflgjafa með rafhlöðum sem heldur hljógjafanum gangandi ef rafmagnið fer af í brunanum. Hafið einnig í huga að ef rafmagnið slær út áður en reykskynjarinn skynjar eldinn þá er möguleiki á að WiFi routerar á svæðinu hafi einnig dottið út og geta þ.a.l. ekki komið merkinu áfram í gegnum WiFi.
Rafhlaða er 1x 3v CR123A / CR178335 og á að endast í allt að 5 ár.